Glódís Perla Viggósdóttir er ekki þekktur markaskorari en hún er leikmaður Bayern Munchen.
Glódís er einn öflugasti leikmaður Íslands í kvennaboltanum og gífurlega mikilvæg fyrir landsliðið.
Hún kom skemmtilega á óvart í dag er Bayern spilaði vioð lið Sparta SPrag í æfingaleik.
Um var að ræða leik sem var aðeins klukkutími en hver hálfleikur var 30 mínútur.
Glódís skoraði bæði mörk Bayern í 2-1 sigri en öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleiknum.