Barcelona er tilbúið að selja varnarmanninn Sergino Dest fyrir aðeins tíu milljónir evra í sumar.
The Athletic greinir frá þessu en Dest virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Nou Camp og mun ekki fá tækifæri í vetur.
Dest spilaði með AC Milan á láni á síðustu leiktíð en stóðst ekki væntingar og fékk lítið að spila.
Barcelona vill losna við Dest sem fyrst en er einnig tilbúið að skoða það að lána hann aftur ef enginn vill kaupa.
Um er að ræða bandarískan landsliðsmann sem spilar í hægri bakverði og stóð sig vel með Ajax á sínum tíma.
Barcelona myndi tapa vel á þessari sölu en Dest kostaði 21 milljón evra árið 2020.