Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er hæstánægður með að fá fyrrum aðstoðarmann sinn Juanma Lillo aftur til starfa.
Englandsmeistararnir hafa ráðið Lillo aftur til félagsins en hann kvaddi í fyrra til að taka við Al-Sadd í Katar.
Þar entist Lillo ekki lengi í starfi en hann var áður aðstoðarmaður Guardiola í tvö ár á Etihad í Manchester.
,,Juanma sér hluti sem enginn annar sér í leiknum. Hann skilur fótbolta á svo allt öðru stigi,“ sagði Guardiola um endurkomuna.
,,Hann er fullkominn til að vinna mér við hlið. Ég hef alltaf verið hirfinn af honum og hans kunnáttu.“
Juanma er 57 ára gamall og kom til Man City upprunarlega frá Qindao Hunghai í Kína.