Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur mikinn áhuga á að fá miðjumanninn Aurelien Tchouameni til liðs við sig frá Real Madrid.
Spænski miðillinn Sport segir frá þessu.
Hinn 23 ára gamli Tchouameni hefur aðeins verið í ár hjá Real Madrid en ljóst er að með komu Jude Bellingham verður hann ekki í mjög stóru hlutverki á Santiago Barabeu.
Hann hefur verið sterklega orðaður við Bayern Munchen en samkvæmt nýjustu fréttum hyggst United mæta í kapphlaupið.
Það kemur bæði til greina hjá Real Madrid að selja eða lána Tchouameni, sem er franskur landsliðsmaður.
United hefur þegar fengið þá Mason Mount og Andre Onana til liðs við sig í sumar og þá er Rasmus Hojlund á leiðinni.