fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Bayern með risatilboð í Kane og vill svar fyrir miðnætti

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. ágúst 2023 13:24

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen hefur lagt fram meira en 100 milljóna evra tilboð í Harry Kane. Þetta kemur fram í helstu miðlum.

Kane á aðeins ár eftir af samningi sínum og hefur Bayern reynt við hann í sumar en án árangurs.

Tilboðið í dag er það síðasta sem Bayern mun bjóða í Kane. Þýska félagið gefur Tottenham til miðnætts til að svara, annars mun félagið snúa sér að öðrum skotmörkum.

Það er talið að Kane vilji fá framtíð sína á hreint áður en nýtt tímabil í enska boltanum hefst, ella vilji hann klára komandi tímabil með Tottenham.

Kane hefur einnig verið orðaður við Paris Saint-Germain og Manchester United í sumar en ljóst er að hann fer ekki þangað úr þessu.

Samþykki Tottenham tilboð Bayern verður Kane dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Nú er það Lucas Hernandez sem kom á 80 milljónir evra frá Atletico Madrid 2019.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho
433Sport
Í gær

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Í gær

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum