fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Rashford hefur tekið samtalið við Rooney sem vill að hann bæti met sitt

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford stefnir að því að bæta markamet Wayne Rooney og verða þar með markahæsti leikmaður í sögu Manchester United.

Sóknarmaðurinn skrifaði undir nýjan samning við United í sumar og stefnir að því að halda áfram að raða inn mörkum eftir frábært tímabil í fyrra, en hann skoraði 30 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Í heildina hefur Rashford skorað 123 mörk í 359 leikjum fyrir United en met Rooney stendur í 253 mörkum.

„Vonandi mun ég bæta markamet Rooney,“ segir Rashford í viðtali við Gary Nevile.

„Maður veit aldrei hvað gerist en leikur minn snýst um að skora og reyna að leggja upp. Það er því möguleiki á að það takist.“

Rashford segist hafa rætt þetta við Rooney sem styðji hann heils hugar.

„Hann vill að mér takist það. Hann segir að það væri gott ef ég geri það því ég er uppalinn hjá félaginu. Vonandi tekst mér það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með