Bayern Munchen er að undirbúa nýtt tilboð í Harry Kane sem mun hljóða upp á 95 milljónir evra.
Þýska stórveldið hefur verið á eftir Kane undanfarnar vikur. Fulltrúar félaganna tveggja hittust í London á mánudag og ræddu hugsanleg kaup Bayern á framherjanum knáa.
Eftir þann fund var þó talið að en vantaði um 20 milljónir punda upp á tilboð Bayern til að Tottenham íhugaði að samþykkja.
Bayern er til í að gera Kane að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Sá dýrasti fyrir er Lucas Hernandez sem var keyptur frá Atletico Madrid á 80 milljónir evra frá Atletico Madrid árið 2019.
Myndi félagið auðvitað gera það ef Tottenham samþykkir 95 milljóna evra tilboðið. Bayern er þó ekki talið til í að fara hæra en í 100 milljónir evra.
Þá er fimm ára samningur á borðinu fyrir Kane.
Orðrómar eru um að ef framtíð Kane leysist ekki fyrir upphaf tímabils vilji hann klára tímabilið hjá Tottenham og jafnvel skrifa undir nýjan samning.