fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Viðræður þokast í rétta átt – Bayern að undirbúa risatilboð í Kane

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen er að undirbúa nýtt tilboð í Harry Kane sem mun hljóða upp á 95 milljónir evra.

Þýska stórveldið hefur verið á eftir Kane undanfarnar vikur. Fulltrúar félaganna tveggja hittust í London á mánudag og ræddu hugsanleg kaup Bayern á framherjanum knáa.

Eftir þann fund var þó talið að en vantaði um 20 milljónir punda upp á tilboð Bayern til að Tottenham íhugaði að samþykkja.

Bayern er til í að gera Kane að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Sá dýrasti fyrir er Lucas Hernandez sem var keyptur frá Atletico Madrid á 80 milljónir evra frá Atletico Madrid árið 2019.

Myndi félagið auðvitað gera það ef Tottenham samþykkir 95 milljóna evra tilboðið. Bayern er þó ekki talið til í að fara hæra en í 100 milljónir evra.

Þá er fimm ára samningur á borðinu fyrir Kane.

Orðrómar eru um að ef framtíð Kane leysist ekki fyrir upphaf tímabils vilji hann klára tímabilið hjá Tottenham og jafnvel skrifa undir nýjan samning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins