James Ward-Prowse mun líklega ekki fara til West Ham í sumar eins og búist var við.
Miðjumaðurinn er fyrirliði og lykilmaður hjá Southampton en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Ólíklegt þykir að hann taki slaginn í B-deildinni.
West Ham var líklegasti áfangastaður hans og þokuðust viðræðurnar vel áfram en hafa þær nú stöðvast.
Hamrarnir lögðu tilboð á borð Southampton sem var 30 milljóna punda virði. Southampton hafnaði því en West Ham ætlar ekki að bæta tilboð sitt.
Hefur West Ham nú snúið sér að öðrum skotmörkum og því ljóst að Ward-Prowse fer ekki þangað nema Southampton snúist hugur varðandi tilboðið.