Andy Robertson var allt annað en sáttur með stuðningsmann Liverpool eftir leik liðsins gegn Leicester á dögunum.
Liðin mættust í Síngapúr og lauk leiknum 4-0. Eftir leik var Robertson að árita treyjur og annað sem stuðningsmenn vildu fá áritað.
Einn stuðningsmaður var þó greinilega mjög ágengur.
Robertson lét hann heyra það og gerðu aðrir stuðningsmenn það líka.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu er hér að neðan.
@raf20040stop fking pushing