fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Marta var að spila sinn síðasta leik á heimsmeistaramóti

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 15:00

Marta. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska goðsögnin Marta hefur spilað sinn síðasta leik á heimsmeistaramóti. Þetta varð ljóst í dag.

Brasilía féll óvænt úr leik strax í riðlakeppninni á mótinu sem nú stendur yfir. Þetta varð ljóst með markalaustu jafntefli gegn Jamaíka í dag. Síðarnefnda liðið fylgir Frökkum upp úr riðlinum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Brasilía fer ekki upp úr riðlinum síðan 1995.

Marta, sem er orðin 37 ára gömul, var að taka þátt í sínu sjötta heimsmeistaramóti. Þetta var þó jafnframt hennar síðasta. Lauk því fyrr en búist var við og viðurkenndi Marta eftir leik að þetta væru mikil vonbrigði. Fyrir mótið hafði hún greint frá því að þetta HM yrði hennar síðasta.

Hún lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti 2003, aðeins 17 ára gömul.

Marta var lengi talin ein besta, ef ekki sú besta, í heimi.

Marta hefur ekki lagt skóna á hilluna alfarið en hún spilar með Orlando Pride í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“