fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Útskýrir hvers vegna hann hraunaði yfir Maguire

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli um helgina þegar Andre Onana, nýr markvörður Manchester United, baunaði á Harry Maguire í æfingaleik gegn Dortmund í Bandaríkjunum.

Leiknum lauk 3-2 fyrir Dortmund og skoruðu Diogo Dalot og Antony mörk United. Donyell Malen skoraði tvö mörk fyrir Dortmund en Youssoufa Moukoko eitt.

Harry Maguire var í byrjunarliði United og spilaði fyrsta klukkutímann en í stöðunni 2-1 fyrir Dortmund var Andre Onana, nýr markvörður United sem kom frá Inter í sumar, allt annað en sáttur við varnarleik hans þegar Dortmund komst í færi.

Óhætt er að segja að Onana hafi hraunað yfir Maguire. Markvörðurinn ræddi atvikið við fjölmiðla.

„Ég ætlast til mikils af liðsfélögum mínum og þeir ætlast til mikils af mér,“ segir hann.

„Ég mun krefjast mikils frá þeim því þeir eru frábærir leikmenn. Það er heiður að spila með þessa varnarmenn fyrir framan mig.“

Onana hrósar Maguire í hástert.

„Maguire er frábær leikmaður og einn af leiðtogum liðsins. Hann er góður á boltann svo það er eðlilegt að ég krefjist mikils af honum. Hann er mjög góður og frábær náungi. Við eigum gott samband.

Við erum í þessu saman og mistök munu eiga sér stað. Við þurfum ekki að vera hræddir við að gera mistök því þau eru hluti af lífinu og við lærum af þeim.“

Onana er stórhuga fyrir tímann framundan hjá United.

„Ef við viljum vinna titla verðum við að setja pressu á okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Í gær

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
433Sport
Í gær

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin