fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Svona er staðan eftir fundinn í London – Vantar enn töluvert upp á

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 08:30

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vantar enn töluvert upp á til að Bayern Munchen og Tottenham komist að samkomulagi um kaupverðið á Harry Kane.

Fulltrúar félaganna tveggja hittust í London í gær og ræddu hugsanleg kaup þýska félagsins á framherjanum knáa.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er harður í horn að taka og segir að Kane sé ekki til sölu, í hið minnsta ekki fyrir minna en 100 milljónir punda, þrátt fyrir að Englendingurinn eigi aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið.

Í gær kom fram að Bayern væri til í að gera Kane að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Sá dýrasti fyrir er Lucas Hernandez sem var keyptur frá Atletico Madrid á tæpar 70 milljónir punda frá Atletico Madrid árið 2019.

Þrátt fyrir metnað hjá Bayern er enn talið að 20 milljónir punda vanti upp á til að Tottenham íhugi að semja.

Bayern gefst þó ekki upp og mun að öllum líkindum bjóða í Kane á ný.

Paris Saint-Germain sýnir Kane einnig áhuga en mun ekki yfirbjóða fyrir leikmanninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu