Það vantar enn töluvert upp á til að Bayern Munchen og Tottenham komist að samkomulagi um kaupverðið á Harry Kane.
Fulltrúar félaganna tveggja hittust í London í gær og ræddu hugsanleg kaup þýska félagsins á framherjanum knáa.
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er harður í horn að taka og segir að Kane sé ekki til sölu, í hið minnsta ekki fyrir minna en 100 milljónir punda, þrátt fyrir að Englendingurinn eigi aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið.
Í gær kom fram að Bayern væri til í að gera Kane að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Sá dýrasti fyrir er Lucas Hernandez sem var keyptur frá Atletico Madrid á tæpar 70 milljónir punda frá Atletico Madrid árið 2019.
Þrátt fyrir metnað hjá Bayern er enn talið að 20 milljónir punda vanti upp á til að Tottenham íhugi að semja.
Bayern gefst þó ekki upp og mun að öllum líkindum bjóða í Kane á ný.
Paris Saint-Germain sýnir Kane einnig áhuga en mun ekki yfirbjóða fyrir leikmanninn.