Rasmus Hojlund mun ferðast til Manchester í dag til að gangast undir læknisskoðun frá Manchester United.
Daninn ungi er að ganga í raðir United frá Atalanta. Félögin hafa náð samkomulagi um 75 milljóna evra kaup enska félagsins, auk 10 milljónum evra síðar meir.
Hinn tvítugi Hojlund mun skrifa undir fimm ára samning við United með möguleika á árs framlengingu.
Búast má við því að kaupin verði tilkynnt á allra næstunni en sem fyrr segir fer læknisskoðun fram í dag.
Hojlund skoraði átta mörk í Serie A á síðustu leiktíð.
Hann verður þriðji leikmaðurinn sem United fær í sumar á eftir Mason Mount og Andre Onana.