Næsti andstæðingur Breiðabliks verður líklega bosníska félagið Zrinjski í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Zrjinski datt úr keppni í Meistaradeildinni í kvöld eftir jafntefli við Slovan Bratislava sem vann samanlagt, 3-2.
Tapliðið úr leik FC Kaupmannahöfn og Blika mætir Zrjinski í þriðju umferð Evrópudeildarinnar.
Seinni leikur liðanna fer fram á morgun en hann er spilaður á Parken, heimavelli FCK.
Blikar þurfa á kraftaverki að halda í Danmörku eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-0 heima.