Knattspyrnumaðurinn Kell Watts gekk á dögunum í raðir Wigan á láni frá Newcastle. Það þurfti þó að fresta skiptunum aðeins af ansi furðulegum ástæðum.
Hinn 23 ára gamli Watts var að fara til Wigan á láni frá Newcastle í annað skiptið á ferlinum.
Það þurfti þó að fresta læknisskoðun hans hjá Wigan aðeins, eins og læknir liðsins Jonathan Tobin greindi frá.
„Þetta er fyrsta læknisskoðunin sem ég hef þurft að fresta af því leikmaðurinn var að horfa á Love Island,“ skrifaði Tobin á samfélagsmiðla.
„Ég er ekki einu sinni að djóka,“ bætti hann við.
Á tíma sínum hjá Newcastle hefur Tobin einnig verið lánaður til Stevenage, Mansfield Town, Plymouth Argyle og Peterborough.