Harry Kane er mikið í umræðunni þessa stundina og framtíð hans hjá Tottenham í mikilli óvissu. Sjálfur virðist hann þó ekki stressa sig of mikið á hlutunum.
Enski framherjinn er mikið orðaður við Bayern Munchen þessa stundina. Fulltrúar félaganna tveggja hittust í London í gær og ræddu hugsanleg kaup þýska félagsins á framherjanum knáa.
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er harður í horn að taka og segir að Kane sé ekki til sölu, í hið minnsta ekki fyrir minna en 100 milljónir punda, þrátt fyrir að Englendingurinn eigi aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið.
Í gær kom fram að Bayern væri til í að gera Kane að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Sá dýrasti fyrir er Lucas Hernandez sem var keyptur frá Atletico Madrid á tæpar 70 milljónir punda frá Atletico Madrid árið 2019.
Þrátt fyrir metnað hjá Bayern er enn talið að 20 milljónir punda vanti upp á til að Tottenham íhugi að semja.
Kane skellti sér þó með börnin sín þrjú í Disney World á Flórída í skugga allra sögusagnanna og virtust þau öll njóta vel, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.