Manchester City græddi vel á ferð sinni til Asíu á undirbúningstímabilinu.
Þrefaldir meistarar City héldu til Japan og Suður-Kóreu. Þar mætti liðið Yokohoma F. Marinos, Bayern Munchen og Atletico Madrid.
City er orðið ansi vinsælt á heimsvísu og þegar allt er tekið saman rakaði félagið inn 16 milljónum punda á ferðinni til Asíu.
Enskir miðlar vekja athygli á því að það sé hærri upphæð en Liverpool fékk fyrir Jordan Henderson.
Fyrirliðinn gekk í raðir Al Ettifaq í Sádi-Arabíu á dögunum fyrir 12 milljónir punda.
Fær Henderson 700 þúsund pund í vikulaun hjá liðinu, en Steven Gerrard er stjóri þess.