Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Grindavíkur. Hann skrifar undir samning út næstu leiktíð. Félagið staðfestir tíðindin.
Í gær var tilkynnt um það að Helgi Sigurðsson hefði sagt upp störfum sem þjálfari eftir dapurt gengi.
Nú er ljóst að Brynjar verður eftirmaður hans. Mun hann stýra liðinu í fyrsta sinn gegn Vestra á morgun.
Brynjar stýrði áður HK hér á landi, áður en hann hélt til Svíþjóðar í fyrra og stýrði Örgryte.
Grindavík er í vandræðum og situr í tíunda sæti Lengjudeildar karla, 4 stigum frá fallsvæðinu en sömuleiðis 4 stigum frá umspilssæti.
Brynjar Björn nýr þjálfari Grindavíkur⚽️
Brynjar Björn Gunnarsson var í dag ráðinn þjálfari Grindavíkur út tímabilið 2024.
Bjóðum Brynjar velkominn til Grindavíkur!
— UMFG – Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 1, 2023