Brighton er opið fyrir því að lána markvörðunn Robert Sanchez í sumar og hefur Chelsea áhuga. Talksport segir frá þessu.
Sanchez er orðinn varaskeifa hjá Brighton undir stjórn Roberto de Zerbi. Hann var aðalmarkvörður í upphafi síðustu leiktíðar en eftir að De Zerbi tók við af Graham Potter smellti hann Jason Steele í markið og hefur ekki litið til baka síðan.
Sanchez má því fara á láni og gæti hann óvænt endað hjá Chelsea.
Fari Sanchez til Chelsea mun hann veita Kepa Arrizabalaga samkeppni um stöðu aðalmarkvarðar. Edouard Mendy yfirgaf Chelsea í sumar fyrir Al Ahli í Sádi-Arabíu.