Manchester United hefur framlengt samning sinn við íþróttavörurisann Adidas og er nýr samningur sá stærsti í sögunni að sögn enskra miðla.
United fór í samstarf við Adidas árið 2015 og endurnýjaði þar með kynnin frá því 23 árum áður.
Nýr samningur gildir til ársins 2035 og er sá gamli þar af leiðandi framlengdur um tíu ár. Í heildina er nýr samningur 900 milljóna punda virði, 90 milljónir punda á hverju tímabili.