Keppni í C-riðli á HM kvenna er lokið en ljóst var fyrir lokaumferðina hvaða lið færu áfram.
Japan og Spánn mættust í stórleik í baráttunni um fyrsta sætið en fyrrnefnda liðið vann ansi þægilegan sigur.
Japanir kláruðu dæmið í fyrri hálfleik með tveimur mörkum Hinata Miyazawa og einu frá Riko Ueki.
Mina Tanaka bætti svo við marki í seinni hálfleik.
Í hinum leik riðilsins vann Sambía Kosta Ríka en bæði lið voru úr leik fyrir daginn í dag.
Japan 4-0 Spánn
1-0 Hinata Miyazawa 12′
2-0 Riko Ueki 29′
3-0 Hinata Miyazawa 40′
4-0 Mina Tanaka 83′
Kosta Ríka 1-3 Sambía
0-1 Lushomo Mweemba 3′
0-2 Barbra Banda 31′
1-2 Melissa Herrera 48′
1-3 Racheal Kundanaji 90+3′