Það er óvænt möguleiki á því að Jonny Evans verði hluti af leikmannahóp Manchester United á næstu leiktíð.
Evans er 35 ára gamall og samþykkti stuttan samning í sumar og að leika með liðinu á undirbúningstímabilinu.
Samkvæmt enskum miðlum er Man Utd nú sterklega að íhuga að framlengja samning Evans út tímabilið.
Evans lék nokkuð vel í leikjum gegn Lyon og Wrexham en hann var hluti af Leicester City á síðasta tímabili.
Hann hóf ferilinn hjá Man Utd og þekkir vel til félagsins og gæti reynsla hans komið til hjálpar í vetur.