Eins og flestir hafa tekið eftir eru margar stórstjörnur að skrifa undir samninga í Sádí Arabíu.
Það vantar ekki upp á peninginn í Sádí Arabíu og eru lið þar í landi tilbúin að borga stórupphæðir til að landa leikmönnum.
Það er athyglisvert að skoða launahæstu leikmenn efstu deildar þar í landi en tvær goðsagnir eru á toppnum.
Cristiano Ronaldo er launahæsti leikmaður landsins en þar á eftir kemur fyrrum liðsfélagi hans hjá Real Madrid, Karim Benzema.
Menn á borð við N’Golo Kante, Riyad Mahrez, Jordan Henderson og Roberto Firmino komast einnig á listann.