fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Það erfiðasta sem hann hefur þurft að segja á ferlinum: Vissi að sparkið væri að koma – ,,Það eina neikvæða þarna var ég“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júlí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Bruce, fyrrum stjóri Newcastle, hefur tjáð sig um hvernig hann yfirgaf félagið á sínum tíma eftir komu nýrra eigenda.

Newcastle er í dag ríkasta félag heims með eigendur frá Sádí-Arabíu og eftir komu þeirra var ljóst að Bruce þyrfti að stíga til hliðar.

Bruce fékk sjálfur lítið að heyra en hann tjáði eigendunum sjálfur að það væri best hann væri látinn fara.

Eigendurnir fóru svo langt með að biðja um ráð frá Bruce sem mælti með Eddie Howe sem arftaka hans. Howe er einmitt í dag stjóri Newcastle og hefur gert frábæra hluti.

,,Ég þurfti að segja þeim sjálfur að hafa mig ekki inni í myndinni. Það var það erfiðasta sem ég hef þurft að segja en ég áttaði mig á því að það væri best fyrir félagið. Það eina neikvæða þarna var ég,“ sagði Bruce.

,,Þeir fóru svo langt og báðu mig um að nefna mögulegan eftirmann, hverjum ég myndi mæla með.“

,,Ég mælti með Eddie Howe og einnig Steven Gerrard. Það eru ungir stjórar, gefið þeim tækifæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum