Það er svo sannarlega hægt að segja að miðjumaðurinn Danny Drinkwater sé óþekkjanlegur í dag eftir nýjustu myndbirtinguna.
Drinkwater hefur ákveðið að raka hárið af en hann birti mynd af rakstrinum á samskiptamiðla.
Á myndinni er Drinkwater enn með hár í hliðunum en búist er við því að hann hafi að lokum rakað allt af.
Um er að ræða samningslausan leikmann sem á að baki landsleiki fyrir England og lék með liðum eins og Chelsea og Leicester City.
Drinkwater fékk marga til að hlæja með myndinni sem má sjá hér fyrir neðan.