Það kemur kannski mörgum á óvart að heyra að hetja Bukayo Saka í æsku var enginn annar en Cristiano Ronaldo.
Saka hefur spilað með Arsenal frá árinu 2008 en hann er 21 árs gamall í dag og einn mikilvægasti leikmaður liðsins.
Vængmaðurinn nefndi ekki leikmenn á borð við Thierry Henry, Robin van Persie eða Dennis Bergkamp.
Það voru leikmenn aðeins fyrir tíma Saka en eru í guðatölu hjá stuðningsmönnum Arsenal fyrir utan kannski Van Persie sem gekk síðar í raðir Manchester United.
Saka opinberaði það í viðtali við ESPN að Ronaldo hafi verið sín fyrirmynd í æsku.
Ronaldo gerði garðinn frægan með Manchester United og fékk Saka að spila á móti honum í um eitt og hálft tímabil.