Eden Hazard er nú að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna samkvæmt spænska blaðinu AS.
Hazard fékk tilboð frá Inter Miami á dögunum en hafnaði því að spila í bandarísku úrvalsdeildinni.
Talað var um að Hazard ætlaði að reyna aftur fyrir sér í Evrópu eftir dvöl hjá bæði Chelsea og Real Madrid.
AS segir hins vegar að það sé góður möguleiki á að neistinn sé horfinn og að Hazard sé að hætta fyrir fullt og allt.
Um er að ræða aðeins 32 ára gamlan leikmann en samningi hans við Real var rift fyrr í sumar.