Franska félagið Marseille hafði mikinn áhuga á því að fá sóknarmanninn Iliman Ndiaye frá Sheffield United í sumar.
Það var þangað til Sheffield bað um 30 milljónir punda fyrir Ndiaye sem var hlægilegt að mati franska liðsins.
Nidaye átti gott tímabil með Sheffield en hann skoraði 14 mörk og lagði upp önnur 11 er liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Marseille taldi sig aðeins þurfa að borga 11 milljónir punda fyrir Senegalann en Sheffield vill að þeir frönsku þrefaldi þá upphæð.
Það er upphæð sem Marseille hefur engan áhuga á að borga og gæti þess í stað skoðað framherjann Habib Diallo sem leikur með Strasbourg.