Víkingur R. 6 – 0 ÍBV
1-0 Nikolaj Hansen (’10 )
2-0 Birnir Snær Ingason (’12 )
3-0 Pablo Punyed (’27 )
4-0 Matthías Vilhjálmsson (’72 )
5-0 Helgi Guðjónsson (’82, víti)
6-0 Pablo Punyed (’87 )
Stærsti sigur sumarsins í Bestu deild karla var í boði í kvöld er leikið var á Víkingsvelli.
Heimamenn í Víkingum tóku á móti ÍBV og skoruðu heil sex mörk í sannfærandi heimasigri.
PAblo Punyed skoraði tvennu fyrir Víkinga sem enduðu leikinn manni fleiri en Elvis Bwomono fékk rautt hjá gestunum undir lokin.
Ekkert lið hefur unnið stærra í sumar en Víkingar eru með örugga forystu á toppi deildarinnar.
Víkingur er með 44 stig, níu stigum á undan Val en ÍBV er í níunda sætinu, tveimur stigum frá fallsæti.