Fyrrum Netflix stjarnan Josh Maja er nú án félags en hann var látinn fara frá Bordeaux í sumar.
Maja er nafn sem margir kannast við en hann gerði allt vitlaust á sínum tíma sem leikmaður Sunderland.
Framherjinn kom reglulega fyrir í heimildarþáttunum ‘Sunderland ‘Til I Die’ sem vöktu gríðarlega athygli.
Maja varð óvinsæll mjög fljótt eftir gott tímabil en hann yfirgaf Sunderland í janúar til að ganga í raðir Bordeaux.
Hann var aðeins 19 ára gamall á þeim tíma en er í dag 24 ára gamall og án félags.
Um var að ræða alvöru undrabarn á sínum tíma og nú verður fróðlegt að sjá hvaða skref hann tekur næst.