Mauro Icardi er að ganga endanlega í raðir Galatasaray frá Paris Saint-Germain.
Hinn þrítugi Icardi var á láni hjá tyrkneska liðinu frá PSG á síðustu leiktíð og skoraði 23 mörk í 26 leikjum.
Galatasaray vildi því halda honum og er það að takast. Félagið er nálægt því að kaupa hann af PSG á 10 milljónir evra.
Icardi er umdeildur leikmaður sem gjarnan hefur komið sér í fréttirnar fyrir eitthvað allt annað en fótbolta.
Galatasaray er stórhuga fyrir komandi leiktíð og sótti til að mynda Wilfried Zaha á dögunum.
Mauro Icardi will travel to Istanbul later today. He will be in Turkey tonight in order to be unveiled as Galatasaray new signing from PSG 🟡🔴 #Galatasaray
Gala will pay €10m fee to PSG for Icardi, permanent transfer. pic.twitter.com/UEOgSB0RQy
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 28, 2023