Síðasta leik dagsins á HM var að ljúka. Þar hafði Kína betur gegn Haítí.
Kína var mun sigurstranglegra liðið en sigurinn var öflugur í ljósi þess að liðið spilaði manni færri síðasta klukktímann eða svo eftir að Rui Zhang fékk að líta rauða spjaldið.
1-0 sigur varð hins vegar niðurstaðan.
Í hinum leik riðilsins vann England 1-0 sigur á Danmörku og er því með fullt hús. Lauren James gerði eina marks leiksins strax á 6. mínútu.
England er á toppi riðilsins með sex stig og í sterkri stöðu. Kína og Danmörk eru svo með 3 stig og Haítí án stiga.
Í nótt vann Argentína þá Suður-Afríku í G-riðli. Lokatölur urðu 2-2 í fjörugum leik.
Bæði Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig eftir tvo leiki á meðan Svíþjóð og Ítalía eru með 3 stig eftir aðeins einn leik.
Kína 1-0 Haítí
1-0 Shuang Wang 73′
England 1-0 Danmörk
1-0 Lauren James 6′
Argentína 2-2 Suður-Afríka
0-1 Linda Motlhalo 30′
0-2 Thembi Kgatlana 66′
1-2 Sophia Braun 74′
2-2 Romina Nunez 79′