Alfreð Finnbogason átti frábæran leik fyrir lið Lyngby íd ag sem mætti Viborg í Danmörku.
Um var að ræða annan leik liðsins í deildinni en þrír Íslendingar byrjuðu leik Lyngby.
Alfreð bæði skoraði og lagði upp í 2-2 jafntefli en Lyngby var að fá sitt fyrsta stig í sumar.
Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon byrjuðu einnig leikinn fyrir gestaliðið.
Eins og flestir vita þá er Freyr Alexandersson einnig þjálfari liðsins.