David Beckham, goðsögn Manchester United, var enginn smá leikmaður á sínum tíma og ein skærasta stjarna íþróttarinnar um tíma.
Beckham var þekktastur fyrir spyrnugetu sína og skoraði ófá mörk til að mynda beint úr aukaspyrnu.
Hann ákvað að leika eftir marki Lionel Messi, sem sá síðarnefndi, skoraði í leik gegn Cruz Azul á dögunum.
Messi tryggði Inter Miami sigur gegn Cruz Azul en Beckham er einmitt eigandi Miami og fékk þann argentínska til félagsins.
Englendingurinn hefur engu gleymt og birti myndband þar sem má sjá hann skora svipað mark og Messi gerði gegn þeim mexíkósku.
David Beckham recreating Messi’s clutch free-kick wining goal 🤩
⚽️ BET ON MESSI TODAY ➡️https://t.co/fgia3JvF42#Messi𓃵 #GOAT𓃵 #InterMiamiCFpic.twitter.com/c3nkmjH30F
— BetUS Soccer ⚽ (@BetUSSoccer) July 25, 2023