KA 3 – 1 Dundalk
1-0 Bjarni Aðalsteinsson(’28)
1-1 Daniel Kelly(’32)
2-1 Sveinn Margeir Hauksson(’37)
3-1 Sveinn Margeir Hauksson(’45)
KA er í mjög góðri stöðu í Sambandsdeildinni fyrir seinni leikinn við Dundalk frá Írlandi.
KA fékk Dundalk í heimsókn í dag á Akureyri og átti frábæran fyrri hálfleik sem vann leikinn að lokum.
Sveinn Margeir Hauksson stal senunni í viðureigninni en hann gerði tvennu undir lok hálfleiksins.
Bjarni Aðalsteinsson hafði komið KA yfir áður en Daniel Kelly jafnaði metin fyrir gestina.
KA þarf nú að fara til Írlands og ná í góð úrslit en ljóst er að Dundalk mum pressa verulega á liðið í seinni viðureigninni.