fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Sambandsdeildin: KA í góðri stöðu eftir frábæran fyrri hálfleik

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 19:53

Sveinn Margeir setti tvö.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA 3 – 1 Dundalk
1-0 Bjarni Aðalsteinsson(’28)
1-1 Daniel Kelly(’32)
2-1 Sveinn Margeir Hauksson(’37)
3-1 Sveinn Margeir Hauksson(’45)

KA er í mjög góðri stöðu í Sambandsdeildinni fyrir seinni leikinn við Dundalk frá Írlandi.

KA fékk Dundalk í heimsókn í dag á Akureyri og átti frábæran fyrri hálfleik sem vann leikinn að lokum.

Sveinn Margeir Hauksson stal senunni í viðureigninni en hann gerði tvennu undir lok hálfleiksins.

Bjarni Aðalsteinsson hafði komið KA yfir áður en Daniel Kelly jafnaði metin fyrir gestina.

KA þarf nú að fara til Írlands og ná í góð úrslit en ljóst er að Dundalk mum pressa verulega á liðið í seinni viðureigninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt