James Rodriguez er á leið til Sao Paulo í brasilíska boltanum.
Þessi 32 ára gamli Kólumbíumaður var eitt sinn með betri miðjumönnum Evrópuboltans og eftir að hafa slegið í gegn með Porto og Monaco lék hann með Real Madrid og Bayern Munchen.
Ferill Rodriguez hefur hins vegar farið nokkuð hratt niður á við undanfarin ár og verið mikið flakk á leikmanninum. Hann var síðast hjá Olympiacos í Grikklandi og þar áður í Katar, en nú er hann án félags.
Það verður þó ekki mikið lengur því Rodriguez er við það að ganga í raðir Sao Paulo í Brasilíu.