Renato Sanches er á leið til Roma á Ítalíu samkvæmt L’Equipe.
Miðjumaðurinn er á mála hjá Paris Saint-Germain, þaðan sem hann kom frá Lille fyrir ári síðan.
Sanches, sem var valinn Gulldrengur Evrópu 2016, er hins vegar ekki í stóru hlutverki í París og vill halda annað.
Hann fer því á láni til Roma að öllum líkindum út næsta tímabili.
Jose Mourinho er auðvitað stjóri Roma og munu Portúgalirnir því vinna saman þar.