Ilkay Gundogan er genginn í raðir Barcelona en hann kom til félagsins frá Manchester City í sumar.
Gundogan var með þann draum að spila fyrir Barcelona og það var að hluta til goðsögninni Ronaldinho að þakka.
Ronaldinho var stórkostlegur fyrir Barcelona um tíma og átt stórleik gegn erkifjendunum í Real Madrid á sínum bestu árum.
Það er leikur sem Gundogan man vel eftir en Ronaldinho fór illa með alla leikmenn Real í öruggum sigri gestaliðsins.
,,Ég man eftir augnabliki sem ég mun aldrei gleyma og það er frammistaða Ronaldinho á Santiago Bernabeu þar sem jafnvel stuðningsmenn Real klöppuðu fyrir honum,“ sagði Gundogan.
,,Ég naut þess í botn að horfa á það. Ekki bara Ronaldinho heldur allt Barcelona liðið þann dag. Þetta er kannski mikilvægasta augnablikið sem ég man eftir.“