Hinn magnaði Lionel Messi hélt áfram að láta til sín taka í öðrum leik sínum fyrir bandaríska liðið Inter Miami.
Liðið mætti Atlanta í bikarkeppni MLS-liðs og liða í mexíkósku deildinni. Hann hafði skorað sigurmarkið gegn Cruz Azul í sömu keppni á dögunum.
Messi skoraði tvö mörk fyrir Inter Miami í nótt og lagði upp annað. Mögnuð frammistaða.
Messi gekk í raðir Inter Miami í sumar frá Paris Saint-Germain, en samningur hans þar var runninn út.
Annað markið sem hann skoraði í nótt var meira að segja ansi líkt því sem hann skoraði með PSG á tímanum þar.
Myndband af mörkunum saman er hér að neðan.
— Out Of Context Football (@nocontextfooty) July 26, 2023