Framtíð Kylian Mbappe er í lausu lofti.
Í gær lagði Al Hilal í Sádi-Arabíu fram mettilboð í kappann upp á 259 milljónir punda. Það er ólíklegt að hann vilji fara þangað þó hann yrði launahæsti knattspyrnumaður heims.
Mbappe á hins vegar í stríði við félag sitt Paris Saint-Germain. Frakkinn ætlar sér frítt frá félaginu næsta sumar, en þá rennur samningur hans út. Það kemur ekki til greina af hálfu PSG sem vill selja hann í sumar.
Mbappe hefur hvað helst verið orðaður við Real Madrid og vill PSG meina að hann hafi þegar samið við félagið.
Verði Mbappe áfram leikmaður PSG þann 1. ágúst næstkomandi fær hann rúmlega 50 milljónir punda í tryggðarbónus. Kann þetta að útskýra að Mbappe liggi ekkert á að komast frá PSG.
Kylian Mbappe is due a loyalty bonus of €60 million if he's still a PSG player next Tuesday 1 August. His contract states he gets the gross fidelity bonus in instalments subject to certain conditions.
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) July 25, 2023