Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, útilokar alls ekki að þeir Christoper Nkunku og Nicolas Jackson spili saman frammi á næstu leiktíð.
Um er að ræða tvo sóknarmenn sem vilja báðir spila fyrir miðju en Chelsea notast aðeins við eina níu.
Báðir leikmennirnir komu til Chelsea í sumar en Nkunku var keyptur frá RB Leipzig og Jackson frá Villarreal.
Um er að ræða tvo markaskorara sem hafa deilt mínútum í fremstu víglínu hjá Chelsea á undirbúningstímabilinu.
,,Það er svo sannarlega tækifæri fyrir okkur að spila þeim saman í næstu leikjum,“ sagði Pochettino.
,,Þetta snýst um aðstæðurnar og líkamlegt álag leikmannana sem þýðir að við þurfum að deila mínútunum þeirra á milli.“