Breiðablik 0 – 2 FCK
0-1 Jordan Larsson(‘1)
0-2 Rasmus Falk(’32)
Breiðablik þarft á kraftaverki að halda ætli liðið áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Blikar spiluðu fínan leik gegn FC Kaupmannahöfn í kvöld en um er að ræða eitt stærsta lið Norðurlandana.
Tveir Íslendingar leika með FCK en Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson komu báðir inná sem varamenn.
Leikurinn var í raun búinn eftir fyrri hálfleik en FCK komst yfir strax á fyrstu mínútu.
Jordan Larsson sá um að skora það og bætti Rasmus Falk við öðru til að tryggja 2-0 sigur danska liðsins.
Næsti leikurinn fer fram á Parken í Kaupmannahöfn eftir viku.