Hinn geysilega efnilegi Romeo Lavia vill fara til Liverpool ef marka má nýjustu fréttir.
Lavia, sem er aðeins 19 ára gamall, heillaði með Southampton á síðustu leiktíð en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.
Miðjumaðurinn hefur í kjölfarið verið sterklega orðaður við fjölda stórliða.
Liverpool er hins vegar efst í huga hans og vill leikmaðurinn halda þangað.
Jurgen Klopp hefur unnið í því að endurnýja miðsvæði sitt í sumar. Dominik Szoboszlai er kominn frá RB Leipzig og Alexis Mac Allister frá Brighton.
Þá eru miðjumenn einnig farnir eða á útleið.
🆕 ❗️News Romeo #Lavia: Understand that #LFC is the top favorite now! Lavia wants to join Liverpool and has given the 🟢 light!
➡️ No agreement between the clubs yet but concrete negotiations are ongoing
➡️ His price valuation was around £50m. #Klopp wants him! @SkySportDE… pic.twitter.com/z6lZEDOW8c— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 25, 2023