Folarin Balogun, leikmaður Arsenal, æfði einn í gær en liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Barcelona aðfaranótt fimmtudags.
Hinn 22 ára gamli Balogun var á láni hjá Reims á síðustu leiktíð og fór á kostum. Hann vill ekki vera varaskeifa á komandi leiktíð og gæti því farið frá Arsenal.
Balogun hefur verið sterklega orðaður við Inter undanfarið og er félagið sagt hafa lagt fram lánstilboð í Balogun með kaupskyldu upp á 35 milljónir punda næsta sumar.
Framherjinn kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Arsenal á undirbúningstímabilinu en ekkert í síðasta leik gegn Manchester United.
Þá æfði hann sem fyrr segir einn í gær sem ýtir undir að hann gæti farið.
AC Milan, Monaco og RB Leipzig eru einnig sögð áhugasöm um Balogun.