Þýskaland fór illa með Marokkó í öðrum leik dagsins á HM.
Þær þýsku leiddu í hálfleik með tveimur mörkum Alexöndru Popp.
Klara Buhl bætti við marki snemma í þeim seinni áður en marokkóska liðið gerði tvö sjálfsmörk.
Lea Schuller innsiglaði svo 6-0 sigur Þýskalands.
Þjóðverjar eru því með 3 stig eftir fyrsta leik H-riðils. Í riðlinum leika einnig Suður-Kórea og Kólumbía. Þau mætast á morgun.
Þýskaland 6-0 Marokkó
1-0 Popp 11′
2-0 Popp 39′
3-0 Buhl 46′
4-0 Ait El Haj 54′ (Sjálfsmark)
5-0 Redouani 79′ (Sjálfsmark)
6-0 Schuller 90′