Það eru ekki allir sem kannast við skoska félagið Glasgow United en það leikur í neðri deildunum í Skotlandi.
Glasgow ákvað nýlega að fá til sín framherja á reynslu sem ber nafnið David Goodwillie og er fyrrum skoskur landsliðsmaður.
Goodwillie var dæmdur fyrir nauðgun árið 2017 en hann á að baki leiki fyrir lið eins og Blackburn, Crystal Palace, Blackpool sem og lið í Skotlandi.
Framherjinn er 34 ára gamall í dag en Glasgow United notaði hann í æfingaleik á dögunum – eitthvað sem fór afskaplega illa í marga.
Susan Aitken, stjórnmálakona í Shettleton, þar sem Glasgow United er staðsett hefur nú hótað félaginu ef samið verður við leikmanninn.
Ef Goodwillie fær samning hjá félaginu er útlit fyrir það að Glasgow fái ekki að notast við núverandi æfingaaðstæður sem eru í eigu borgarinnar.
,,David Goodwillie var dæmdur fyrir nauðgun. Á þessum 12 árum hefur hann ekki sýnt nein merki um eftirsjá,“ kemur fram í tilkynningunni.
,,Hvaða félag sem ákveður að semja við hann er að senda skýr skilaboð til kvenna og stelpna – bæði í íþróttum og í samfélaginu.“
,,Það væri klikkuð ákvörðun. Ég hef beðið stjórnina um að skoða samkomulagið við Glasgow United og hef komið því skýrt á framfæri að borgin sé tilbúin að slíta öllum tengslum við félagið.“