Andre Onana, markvörður Manchester United, hefur útskýrt af hverju hann ákvað að hafna því að klæðast treyju númer eitt hjá félaginu.
Það er venjan að markmenn klæðist treyju númer eitt en Onana gekk í raðir enska stórliðsins í sumar.
Onana skrifaði undir á dögunum eftir dvöl hjá Inter Milan en hann ætlar að klæðast treyju númer 24.
Ástæðan er sú að Onana er fæddur annan apríl en hann verður þó númer eitt í byrjunarliðinu næsta vetur.
,,Ég er bara hrifinn af þessu númeri, ég á afmæli þennan dag,“ sagði Onana í samtali við heimasíðu Man Utd.
,,Fyrir mér er þetta númer frábært, fallegt. Ég hef afrekað mikið í þessari treyju og vona að það haldi áfram.“