Madelene Wright vakti mikla athygli með nýjustu færslu sinni. Birti hún myndir af sér í tilefni að Barbie, sem var að koma út.
Madelene er fyrrum leikmaður Charlton en var rekin þaðan árið 2021.
Hún hafði deilt myndböndum af sér að taka inn hláturgas, sem er ekki vel liðið innan fótboltans. Annað myndband fór í umferð af henni að drekka áfengi á meðan hún brunaði áfram á bifreið sinni. Þriðja myndbandið sýndi svo Madelene stunda kynlíf á meðan hún talaði í símann.
Charlton rak stúlkuna frá félaginu vegna þessara myndbanda.
Madelene hefur hins vegar síðar greint frá því að hún græði á tá og fingri á OnlyFans eftir að hafa verið rekin úr boltanum.
Hún birtir reglulega myndir sem vekja athygli og hafa nýjustu myndirnar í anda Barbie bíómyndirnar vakið lukku á meðal yfir 300 þúsund fylgjenda Madelene.
Tala ensk götublöð um að Madelene taki áhættu á banni frá Instagram með þessum djörfu myndum.
Þær má sjá hér að neðan.