Arsenal 0 – 2 Manchester United
0-1 Bruno Fernandes
0-2 Jadon Sancho
Lið Manchester United stóð sig vel í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt gegn engu öðru liði en Arsenal.
Arsenal var næstbesta lið Englands á síðustu leiktíð og hafnaði í öðru sæti á eftir aðeins Manchester City.
Man Utd hafði betur með tveimur mörkum gegn engu en Bruno Fernandes og Jadon Sancho komust á blað.
Bæði lið tefldu fram sterkum byrjunarliðum en gerðu töluvert af breytingum í seinni hálfleik.
Rúnar Alex Rúnarsson var í hópnum hjá Arsenal en sat allan tímann á varmannabekknum.