Ryan Giggs lét sjá sig í fyrsta sinn á knattspyrnuvelli í langan tíma og sá sína menn í Salford spila við lið West Bromwich Albion.
Um var að ræða æfingaleik en bæði lið eru að undirbúa sig fyrir nýtt keppnistímabil á Englandi.
Giggs var handtekinn í fyrra vegna heimilisofbeldis í garð þáverandi kærustu sinnar, Kate Greville.
Búið er að sýkna Giggs af öllum kærum eftir að Greville ákvað að hún gæti ekki haldið áfram með málið.
Giggs sást með nýju kærustu sinni Zara Charles í stúkunni er Salford og West Brom gerðu 2-2 jafntefli.
Giggs gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United en á hlut í Salford sem er í neðri deildunum.